03/12/2023

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Kynning á skylmingum í Laugardal

Í dag, sunnudaginn 2. nóvember taka Söguhringur kvenna og Skylmingarfélag Reykjavíkur höndum saman og bjóða upp á kynningu á skylmingaríþróttinni.

Kynningin fer fram í Baldurshaga í Laugardalnum (undir aðalstúkunni) og byrjar kl. 13.30. Skylmingafélagið skaffar allan búnað en nauðsynlegt er að mæta í æfingafötum og innanhússíþróttaskóm. Allar konur og börn velkomin.