Niðurstöður í forvali VG í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður liggja fyrir.
16. – 19. maí fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Reykjavík suður og norður. Valið var í fjögur efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.
Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:
1. sæti Svandís Svavarsdóttir með 714 atkvæði í 1. sæti
2. sæti Steinunn Þóra Árnadóttir með 487 atkvæði í 1.-2. sætið
2. sæti Orri Páll Jóhannsson með 459 atkvæði í 1.-2. sætið
3. sæti Eva Dögg Davíðsdóttir með 529 atkvæði í 1.-3. sæti
3. sæti Daníel E. Arnarson með 516 atkvæði í 1.-3. sæti
4. sæti Brynhildur Björnsdóttir með 693 atkvæði í 1.-4. sæti
4. sæti René Biasone með 545 atkvæði í 1.-4. sæti
11 voru í framboði og greiddu 927 félagar í Vinstri grænum í Reykjavík atkvæði.
Nánari upplýsingar um úrslit forvalsins er að finna á vg.is.
Aðrar fréttir
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi
Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna á Íslandi
Frábær aðsókn að nýju grunnnámi í blaðamennsku við Háskóla Íslands