Jólasýningar Árbæjarsafnsins verða haldin sunnudagana 14. og 21. deseber milli klukkan 13-17.
Dagskrá:
Guðsþjónusta kl. 14
Jólasveinar á vappi á milli 14 og 16
Dansað í kringum jólatréð á torginu kl. 15
Jólasýning Árbæjarsafns hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðventunni. Ungir sem aldnir geta rölt milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir föndra og syngja jólalög.
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar