Eins og venja er heimsækja jólasveinarnir Þjóðminjasafnið klukkan 11 daglega frá 12. – 24. desember. Laugardaginn 13. desember er auk þess boðið uppá jóla-barnaleiðsögn um safnið en leiðsögnin hefst kl. 12. Jólasveinarnir hafa heimsótt safnið síðan árið 1988.
Dagskrá:
- 12. desember kl. 11: Stekkjarstaur
- 13. desember kl. 11: Giljagaur og Grýla
- 14. desember kl. 11: Stúfur
- 15. desember kl. 11: Þvörusleikir
- 16. desember kl. 11: Pottaskefill
- 17. desember kl. 11: Askasleikir
- 18. desember kl. 11: Hurðaskellir
- 19. desember kl. 11: Skyrgámur
- 20. desember kl. 11: Bjúgnakrækir
- 21. desember kl. 11: Gluggagægir
- 22. desember kl. 11: Gáttaþefur
- 23. desember kl. 11: Ketkrókur
- 24. desember kl. 11: Kertasníkir
Skemmtunin er ókeypis og öllum opin en skólahópar eru beðnir að bóka tíma á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is.
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi