21/05/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Íþróttafólk Reykjavíkur 2014

Tilkynnt hefur verið um val á Íþróttafólki Reykjavíkur.  Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 36. sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í annað sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.  Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson og formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur, Ingvar Sverrisson, afhentu íþróttafólkinu og forsvarsmönnum íþróttafélaganna verðlaunin.

Íþróttakarl Reykjavíkur 2014 er körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson úr KR en hann varð Íslandsmeistari með KR liðinu í ár ásamt því að vera í landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM í fyrsta skipti í sögunni. Íþróttakona Reykjavíkur 2014 er sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi sem er í 11.sæti á heimslistanum og 5.sæti á Evrópulistanum í 200 m baksundi í 25 metra laug. Íþróttalið Reykjavíkur 2014 er lið Vals í handknattleik kvenna sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu.

Tíu einstaklingar og tíu lið frá sjö félögum voru verðlaunuð fyrir frábæran árangur á árinu 2014 í dag.

Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2014:

• ÍR – Bikarmeistarar í frjálsum íþróttum karla og kvenna
• ÍR – Íslands- og bikarmeistarar í keilu karla
• Júdófélag Reykjavíkur – Bikarmeistarar í sveitakeppni karla
• Keilufélag Reykjavíkur – Íslands- og bikarmeistarar í keilu kvenna
• KR – Bikarmeistarar í knattspyrnu karla
• KR – Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla
• TBR – Íslandsmeistarar í liðakeppni beggja kynja í badminton
• Valur – Íslands- og bikarmeistarar í handknattleik kvenna
• Víkingur – Íslandsmeistarar í karlaflokki í karate
• Víkingur – Íslands- og bikarmeistarar í liðakeppni karla og kvenna í borðtennis

Einstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2014:
• Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR
• Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi
• Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni
• Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Sundfélaginu Ægi
• Helga María Vilhjálmsdóttir, skíðakona úr ÍR
• Helgi Sveinsson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni
• Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni
• Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni
• Martin Hermannsson, körfuknattleiksmaður úr KR
• Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR

img_7566

Heimild og mynd: reykajvik.is