27/03/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

ISTAT styrkir Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina

Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni hefur borist höfðinglegur styrkur að fjárhæð 10.000 dollarar, eða rúmlega 1.2 milljónir króna, frá styrktarsjóði alþjóðasamtaka fraktflugvélaleigjenda, International Society of Transport Aircraft Trading Foundation (ISTAT Foundation).  ISTAT Foundation var stofnað árið 1994 til að styrkja einstaklinga og stofnanir sem stuðla að framgangi flugmála og hjálparstarfi.  Styrkurinn kemur sér sérstaklega vel þar sem fyrir liggur að endurnýja ýmsan búnað sveitarinnar.

Þetta kemur fram á landsbjorg.is