ISNIC hefur lokað lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka. Meirihluti stjórnar ákvað þetta nú síðdegis. Ákvörðunin er reist á grundvelli 2. tl. 9. gr. reglna ISNIC um lénaskráningu, þar sem fram kemur að rétthafa léns beri að ábyrgjast að notkun léns sé í samræmi við íslensk lög. Lénunum var lokað kl. 18:40, en nokkrir klukkutímar kunna að líða þar til vefir undir lénunum verða óaðgengilegir um allan heim.
Um fordæmalausa aðgerð er að ræða, þar sem ISNIC hefur aldrei fyrr lokað léni vegna innihalds vefjar.
Þetta kemur fram á heimasíðu ISNIC.IS
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands