Á fundi sínum á föstudaginn s.l. ákvað ríkisstjórn Íslands að veita 5 milljónum króna í neyðaraðstoð vegna flóðanna í Serbíu og Bosníu-Hersegóvínu til viðbótar þeim 3 milljónum króna sem utanríkisráðherra hefur þegar veitt til neyðaraðstoðar í löndunum tveimur.
Verstu flóð í manna minnum geisa nú á Balkanskaga og eru stór landssvæði í Bosníu-Hersegóvínu og Serbíu undir vatni. Tugir manns hafa farist og yfir hundrað þúsund manns hafa hrakist af heimilum sínum. Mikið tjón hefur orðið á byggingum, vegakerfi og innviðum sem hefur torveldað neyðaraðgerðir. Þá hafa jarðsprengjur frá því í Balkanstríðinu færst úr stað og skapa mikla hættu.
Framlagið mun renna til landsfélaga Rauða krossins á flóðasvæðunum sem sinna hjálparstarfi.
Aðrar fréttir
Ráðherra kynnti bætta afkomu og aðhald í ríkisrekstri
Umsækjendur um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins
Mælti fyrir frumvarpi þar sem stutt er betur við umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna