Innanríkisráðuneyti efndi í vikunni til fundar um flugöryggi í einka- og frístundaflugi eða almannaflugi í samvinnu við Isavia, Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Flugmálafélag Íslands. Tilgangur fundarins var að grasrótin og stjórnsýslan gætu talað saman um flugöryggi í einka- og frístundaflugi. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, setti fundinn og sagði í upphafi ávarps síns að flugið væri snar þáttur í lífi Íslendinga og minntist á hvernig frumkvöðlar í fluginu hefðu nánast fært landið í einu skref inn í nútímann og tæknina.
Nánar má lesa á vef Innanríkisráðuneytisins.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands