Opinn íbúafundur í Laugabóli, félagshúsi Þróttara, mánudaginn 23. mars kl. 19:30.
Framsöguerindi flytja:
- Björn Jón Bragason, sagnfræðingur: „Laugardalur fyrr og nú“.
- Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar: „Umhverfi og skipulag í Laugardal“.
- Lilja Sigrún Jónsdóttir, í stjórn Íbúasamtaka Laugardals: „Ræðum framtíð Laugardals“.
Á eftir verða pallborðsumræður með þátttöku ýmissa aðila sem tengjast starfsemi Laugardalsins.
Fundarstjóri: Heiðar Ingi Svansson, formaður Hverfisráðs Laugardals.
Kaffi verður á könnunni. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Aðrar fréttir
Sunnudagsskóli í Laugardalnum á Páskadagsmorgun
Betri aðstaða á Tjaldsvæðinu í Laugardal
Garðaganga í Laugardal