27/03/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Hvatt til þess að gefa frí frá hádegi 19. júní

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015 hvetur ríkisstjórn Íslands vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til að gefa starfsmönnum frí frá hádegi 19. júní, að því marki sem kostur er, svo þeir megi taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum sem áformuð eru þennan dag.