Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skammbyssu, sverð og exi, auk fleiri vopna, og talsvert magn stera í töflu- og vökvaformi við húsleit í Kópavogi á föstudagsmorgun. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn í þágu rannsóknarinnar, sem beinist að brotum á vopnalögum og sölu og dreifingu á steralyfjum. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði, en við aðgerðina naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Reykjavíkurfréttir
Aðrar fréttir
Ráðherra kynnti bætta afkomu og aðhald í ríkisrekstri
Umsækjendur um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins
Mælti fyrir frumvarpi þar sem stutt er betur við umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna