Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skammbyssu, sverð og exi, auk fleiri vopna, og talsvert magn stera í töflu- og vökvaformi við húsleit í Kópavogi á föstudagsmorgun. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn í þágu rannsóknarinnar, sem beinist að brotum á vopnalögum og sölu og dreifingu á steralyfjum. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði, en við aðgerðina naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Reykjavíkurfréttir
Aðrar fréttir
Stórfelld lækkun gjalds fyrir brjóstaskimanir
Opnað að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Tekjumörk hlutdeildarlána hækkuð