03/10/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Hjartagátt Landspítala færðar gjafir

Hjartagátt Landspítala hafa verið færðar gjafir sem keyptar voru fyrir fé sem safnaðist með jólatónleikum í Fríkirkjunni 17. desember 2015.  Um 140 gestir mættu á tónleikana og söfnuðust um 340 þúsund krónur. Keypt voru m.a. þrjú 32″ sjónvörp, fimm útvarpstæki ásamt heyrnartólum, örbylgjuofn, blandari, eggjasuðutæki, vöfflujárn og fleira.

Það er fastur liður í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni að halda styrktartónleika í desember. Að þessu sinni var ákveðið að styrkja Hjartagátt.  Á tónleikunum komu fram um 30 flytjendur.  Einsöngvarar voru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Einar Clausen. Með þeim voru kvennakórinn Heklurnar og sjö manna hljómsveit.

IMG_3218