30/11/2023

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Hendum flugeldum í ruslið

Flugeldaleifar eru víða um borgina og eru íbúar og gestir hvattir til að henda þeim í ruslið svo þær grotni ekki niður þar sem skotið var upp í görðum, á götum eða opnum svæðum.

Megnið af flugeldaleifunum er plast, pappi, tré og leir, sem óhætt er að setja í almennt rusl.  Stærri kökur eru mögulega of fyrirferðarmiklar í heimilstunnunni og þær er hægt að fara með á endurvinnslustöðvar. Þeir sem skutu upp ættu að fara létt með að ganga frá eftir sig. Aðeins lítill hluti af hverjum skoteldi er púður, en ósprungnir skoteldar eiga af fara í spilliefnagáma á endurvinnslustöðvum Sorpu.
Starfsmenn hverfastöðva Reykjavíkurborgar hafa hreinsað upp við Hallgrímskirkju, á Landakotstúni og fleiri stöðum, en biðla til íbúa að taka ruslið í húsagötum og annars staðar þar sem skotið var upp.