06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Helstu dagsetningar í aðdraganda forsetakosninganna

Helstu dagsetningar í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní 2016 eru þessar:

30. apríl  Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast innan lands og utan.
1. – 10. maí Yfirkjörstjórnir auglýsa hvar og hvenær þær taka við meðmælendalistum til staðfestingar á kosningabærni meðmælenda, sbr.. 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands.
 20. maí Framboðsfrestur rennur út um miðnætti. Framboðum skal skilað til innanríkisráðuneytisins ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir.
 27. maí Innanríkisráðuneytið auglýsir í útvarpi og Lögbirtingablaði hverjir verða í kjöri eigi síðar en þennan dag eftir að hafa afhent Hæstarétti Íslands öll fram komin framboðsgögn.
 4. júní Atkvæðagreiðsla má hefjast í sjúkrahúsum, fangelsum, á dvalarheimilum aldraðra og fatlaðs fólks og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar. Kjörstjórar á hverjum stað auglýsa sérstaklega hvar og hvenær atkvæðagreiðsla fer fram.
4. júní Viðmiðunardagur kjörskrár. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, 4. júní. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.
 13. júní Innanríkisráðuneytið auglýsir, eigi síðar en þennan dag, framlagningu kjörskráa í Ríkisútvarpi og dagblöðum.
 15. júní Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis á skrifstofu sinni eða á öðrum hentugum stað eigi síðar en þennan dag. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.*
 25. júní  Kjördagur**

* Kjörskrár skulu liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Sveitarstjórnir taka við athugasemdum við kjörskrár og gera má leiðréttingar á þeim fram á kjördag.

** Kjörfundur hefst á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi og skal slitið eigi síðar en kl. 22.

dbcc7a268be81b7c

Heimild: kosning.is