21/05/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Harmonikuhátíð á Árbæjarsafni

Sunnudaginn 12. júlí, verður hin árlega Harmonikuhátíð Reykjavíkur haldin venju samkvæmt á Árbæjarsafni og hefst dagskráin kl. 13:00. Munu þar koma fram margir af okkar bestu og þekktustu harmonikuleikurum í skemmtilegu umhverfi safnsins.

Á safninu geta gestir jafnframt fylgst með og tekið virkan þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrir daga heyvinnuvéla, með þeim fyrirvara að veður haldist þurrt. Um aldir höfðu Íslendingar engin önnur verkfæri en ljá, orf og hrífu til að afla vetrarforðans. Víða var heyjað upp á gamla mátann fram yfir miðja síðustu öld, en nú eru gömlu handbrögðin sjaldséð í sveitum landsins.

Dagskrá dagsins endar síðan með samspili allra harmonikuflytjenda undir stjórn Karls Jónatanssonar.