10/09/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Hæfileikamót stúlkna fór fram í Kórnum

Um síðustu helgi fór fram Hæfileikamót KSÍ og N1 hjá stúlkum og var þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót var haldið.  Hátt í 80 leikmenn voru boðaðir til leiks frá 35 félögum.  Það er Þorlákur Árnason sem hefur yfirumsjón með verkefninu.

Undanfarið hefur Þorlákur Árnason ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og var þetta mót framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Mótið fór fram í Kórnum þar sem hópnum var skipt upp í lið og má sjá myndir frá mótinu á Facebook síðu KSÍDrengirnir verða svo í eldlínunni um komandi helgi og verða þeir einnig í Kórnum.

Heimild: ksi.is