Snjómoksturstæki í vinnu fyrir Vegagerðina fóru vegalengd í vetur sem jafngildir því að hafa farið 4,4 sinnum til tunglsins. Veturinn var einn sá erfiðasti í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og þurfti að sinna þjónustu mokstri eða hálkuvörnum upp á hvern einasta dag.
Áætla má að á landinu öllu hafi snjómoksturstækin ekið um 1.690.000 km, og notað 19.400 tonn af salti (salt í pækli og sandi meðtalið), 6.000 rúmmetrar af pækli og 13.000 tonn af sandi.
Á landinu öllu voru þjónustudagarnir 212 sem eru allir dagarnir eða 100 prósent. Það þurfti því að þjónusta vegakerfið upp á hvern einasta dag, einhversstaðar sem er óvenjuleg staða.
Kostnaðurinn við þetta var að meðaltali um 9,2 milljónir króna við snjómoksturinn einan. Á erfiðustu dögunum í vetur var kostnaðurinn á dag við snjómoksturinn á landinu öllu farið upp 22 – 25 milljónir króna.
Heimild: vegag.is
Aðrar fréttir
Ráðherra kynnti bætta afkomu og aðhald í ríkisrekstri
Umsækjendur um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins
Mælti fyrir frumvarpi þar sem stutt er betur við umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna