06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Greiðsluafkoma ríkissjóðs jákvæð

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrri helming ársins 2014 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 15,9 ma.kr. en var neikvætt um 13,8 ma.kr.  á sama tímabili árið 2013. Innheimtar tekjur hækkuðu um 46,1 ma.kr. milli ára en greidd gjöld jukust um 16,2 ma.kr.

Nánari upplýsingar má sækja hér.

Þetta kemur fram á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytis.