06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Fyrsta útilistaverk Reykjavíkurborgar í Seljahverfi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði verkin Móðir mín í kví, kví og Fýkur yfir hæðir eftir Ásmund Sveinsson við Seljatjörn og Seljakirkju á föstudagsmorgun.  Þetta eru fyrstu útilistaverk sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í Seljahverfi.

Ásmundur mótaði verkið Fýkur yfir hæðir þegar hann bjó og starfaði á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi á árunum 1931-1933. Um þessa fallegu en jafnframt átakanlegu mynd sagði Ásmundur: „Ég gerði hana í Laugarnesi. það var bylur úti og mér datt í hug að gera mynd af konu sem reynir að vernda barnið sitt. Lítill strákur kom svo til mín síðar, sá skissuna og segir: „Ég veit hvað þessi mynd heitir.“ „og hvað heitir hún?“ sagði ég. „Fýkur yfir hæðir,“ sagði stráksi.“

img_5737