Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tóku fyrstu skóflustungu að nýbyggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands sl. sunnudag.
Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu og verður um 4.000 fermetrar að stærð, ásamt bílakjallara og tengigangi sem tengir bygginguna við Háskólatorg. Markmið byggingarinnar er tvíþætt, annars vegnar að skapa aðstöðu fyrir starfsemi alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar og hins vegar að skapa aðstöðu til kennslu, rannsókna og miðlunar þekkingar um tungumál til almennings og þekkingarsamfélagsins. Arkitektar byggingarinnar eru Kristján Garðarsson og Haraldur Örn Jónsson.
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar