10/09/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Fyrsta skóflustungan tekin að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, og Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir, rektor Há­skóla Íslands, tóku fyrstu skóflu­stungu að ný­bygg­ingu fyr­ir Stofn­un Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur í er­lend­um tungu­mál­um við Há­skóla Íslands sl. sunnu­dag.

Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu og verður um 4.000 fermetrar að stærð, ásamt bílakjallara og tengigangi sem tengir bygginguna við Háskólatorg. Markmið byggingarinnar er tvíþætt, annars vegnar að skapa aðstöðu fyrir starfsemi alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar og hins vegar að skapa aðstöðu til kennslu, rannsókna og miðlunar þekkingar um tungumál til almennings og þekkingarsamfélagsins. Arkitektar byggingarinnar eru Kristján Garðarsson og Haraldur Örn Jónsson.

hus_model_10