Rauði krossinn býður til fyrirlesturs um mikilvægi leiðtogastjórnunar á neyðartímum, fimmtudaginn 6. mars, kl. 8.30 – 9.30 í húsi Rauða krossins að Efstaleiti 9.
Fyrirlesari er Gísli Ólafsson, höfundur bókarinnar “The Crisis Leader”.
Í fyrirlestrinum mun Gísli fjalla um mikilvægi þess að undirbúa sig andlega og líkamlega, hvernig byggja má upp teymi sem þolir álag, ákvörðunartöku undir álagi, meðhöndlun streitu og áfallahjálpar og hvað leiðtogar þurfa að hafa í huga þegar allt virðist vonlaust í kringum þá. Gísli notar dæmi úr starfi sínu á hamfarasvæðum og úr íslenskum veruleika, t.a.m. úr efnahagshruninu.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands