Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum frumsýnir myndirnar Leiðin áfram og kynnir nýtt fræðsluefni fyrir réttarvörslukerfið mánudaginn12. janúar, kl. 10 í fyrirlestrasal atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á 1. hæð að Skúlagötu 4.
Í fræðslumyndunum Leiðin áfram er farið í gegnum ferlið innan réttarvörslukerfisins eftir að kynferðisbrot hefur átt sér. Markmið Vitundarvakningarinnar með gerð myndanna er að veita upplýsingar sem auðvelda brotaþolum og aðstandendum þeirra fyrstu skrefin til þess að sækja sér aðstoð. Nýja fræðsluritið Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna er gefið út af Vitundarvakningunni í samvinnu við Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni (RÁS). Því hefur verið fylgt eftir með námskeiðum á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðisráðherra verða viðstödd auk fulltrúa frá Barnahúsi, Neyðarmóttöku, lögreglu, dómstólum og frjálsum félagasamtökum sem koma að málaflokknum. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við verkefnisstjórn Vitundarvakningar í gegnum netfangið karen.asta.kristjansdottir@mrn.is og boða komu sína.
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi