Starf Fossvogsskóla verður fært í Korpuskóla næsta þriðjudag. Húsnæðið er heppilegt því hægt er að koma allri starfsemi skólans fyrir á einum stað.
Í Korpuskóla er góð aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk, innandyra sem utan. Nemendur munu fara í rútum á milli Fossvogsskóla og Korpuskóla.
Húsnæðið er tilbúið en til að undirbúa vistaskipti bæði starfsfólks og nemenda verður skipulagsdagur á mánudag þar sem kennurum og starfsfólki gefst ráðrúm til að undirbúa faglegt skólastarf og aðlagast nýju húsnæði. Skólastarfið hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. mars.
Á mánudaginn verður frístundastarf fyrir 1. og 2. bekk Í Neðstalandi frá kl. 8:30 og fram eftir degi eins og venja er. Nemendum í 3. og 4. bekk, sem eru skráðir í frístund, stendur til boða að koma á sínum venjulega tíma frá kl. 13:40.
Foreldrar barna í skólanum fá bréf með ítarlegri upplýsingum.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands