10/09/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Forsetaframbjóðendur skiluðu inn meðmælalistum

Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður tóku við meðmælendalistum frambjóðenda til embættis forseta Íslands í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.

Frambjóðendurnir sem skiluðu inn meðmælendalistum eru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.

Nú tekur við innsláttur og yfirferð á listunum sem skilað var inn. Meðmælendur þurfa að vera kosningabærir og ennfremur verður gengið úr skugga um að um raunverulegar undirritanir sé að ræða. Mæli einstaklingur með fleiri en einum frambjóðanda verður nafn hans fjarlægt af báðum/öllum listum.
Komi í ljós að meðmælendur falli út í þessu ferli er frambjóðanda gefinn kostur á að bæta úr því í næstu viku eða allt þar til yfirkjörstjórnir gefa út vottorð föstudaginn 20. maí nk.
Allar upplýsingar um kosningarnar má nálgast á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is en þar má einnig finna upplýsingar um framkvæmd kosninganna.