30/11/2023

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Forngripir almennings greindir á Þjóðminjasafninu

Í dag, sunnudaginn 2. nóvember kl. 14-16 er almenningi boðið að koma með eigin gripi í greiningu til sérfræðinga Þjóðminjasafnsins. Greiningin er ókeypis en fólk er beðið að hafa einungis 1-2 gripi meðferðis og að taka númer í afgreiðslu safnsins en aðeins 40 gestir komast að.

Hinir svokölluðu greiningardagar safnsins hafa verið mjög vel sóttir og margt fróðlegt komið í ljós. Greiningar á gripum í einkaeign eru ekki aðeins fróðlegir fyrir eigendur gripanna heldur gefst sérfræðingum safnsins einnig einstakt tækifæri til að sjá þá mörgu áhugaverðu og skemmtilegu gripi sem til eru á heimilum landsmanna. Eigendur taka að sjálfsögðu gripina með sér aftur að greiningu og myndatöku lokinni en greiningin snýst um aldur, efni og uppruna gripanna en ekki verðgildi þeirra.