Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þjófnaði á bensín- og rafmagnsvespum, en fjórum slíkum var stolið í Kópavogi í gær. Einni var stolið af lóð Kárnesskóla um tíuleytið í gærmorgun og annarri utan við Menntaskólann í Kópavogi á tímabilinu frá kl. 8.15 – 10.20. Báðum vespunum var læst með keðju sem þjófurinn, eða þjófarnir, klippti í sundur. Jafnframt var klippt á keðju á annarri vespu við Kársnesskóla, en vespan var ekki tekin. Síðdegis var svo tveimur öðrum vespum stolið utan við íþróttahúsið í Digranesi, en önnur þeirra var læst við staur sem þar er. Þetta mun hafa gerst á tímabilinu frá kl. 16.30 – 19.30.
Lögreglan biður þá sem geta varpað ljósi á þjófnaðina að hafa samband, en upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gunnarh@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu embættisins eða í síma lögreglunnar 444 1000.
Aðrar fréttir
Stórfelld lækkun gjalds fyrir brjóstaskimanir
Opnað að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Tekjumörk hlutdeildarlána hækkuð