06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Fjölgun sérfræðinga og fleiri námsstöður í heilsugæslunni

Stefnt er að því að fjölga námsstöðum í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun og veita heilsugæslunni aukið fjármagn til að ráða í fleiri sérfræðingsstöður í heimilislækningum eða aðrar stöður heilbrigðisstarfsfólks. Til þessa verður varið rúmum 220 milljónum króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.

Framlög til heilsugæslu á landsvísu voru aukin um 50 m.kr. í fjárlögum þessa árs í því skyni að efla sérnám í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2016 er framlagið aukið um 36 m.kr. til að fjármagna fjórar nýjar stöður námslækna í heilsugæslu. Með auknum fjárveitingum árið 2015 og áformaðri aukningu á næsta ári fjölgar námsstöðum heimilislækna úr 13 stöður í 20 á tveimur árum.

Þetta kemur fram á vef Velferðarráðuneytisins.

Undirritun