SamFestingurinn er ball og söngvakeppni sem Samfés heldur árlega fyrir unglinga en sú keppni var haldin um síðustu helgi í Laugardalshöll. Um 4,500 unglingar úr félagsmiðstöðvum alls staðar af landinu voru mættir til að skemmta sér. Á föstudagskvöldið var stórt ball þar sem var mikið dansað, spjallað og hlustað á flotta tónlist þar sem Páll Óskar endaði kvöldið með stæl.
Alls tóku 30 atriði þátt í Söngkeppninni Samfés úr félagsmiðstöðvum víðs vegar af landinu. Þar stóðu unglingar úr Reykjavík sig vel og voru í þremur efstu sætunum.
Aðrar fréttir
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Hátíðardagskrá í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní 2019