06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Endurgerð Hverfisgötunnar

Hverfisgatan í miðbæ Reykjavíkur var opnuð aftur í gær á ný fyrir bílaumferð, en áfram verður unnið við lokafrágang götunnar alla næstu viku.  Markmið framkvæmdanna er að fegra götumyndina og verður útlit götunnar með svipuðu sniði og fyrir neðan Vitastíg.

Umferðartálmar voru fjarlægðir, en vinnusvæðamerkingar verða þó áfram uppi og hraðatakmörk eru 20 km/klst.

Í næsta áfanga verður Hverfisgatan frá Vitasstíg að Snorrabraut endurgerð.  Allt yfirborð götu og gangstétta verður endurnýjað, ásamt þeim lögnum sem komnar eru á tíma. Snjóbræðsla verður sett í upphækkuð gatnamót og göngu- og hjólaleiðir.

Búið er að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir í bréfi til íbúa.  Áætlað er að hefja vinnu í mars og að verklok verði í ágúst. Verktími tekur mið af reynslu framkvæmda við þann kafla sem nú er verið að ljúka við milli Klapparstígs og Vitastígs.

img_0018 img_0012 img_0001 img_0027

Texti og myndir: www.reykjavik.is