Eldhús og matsalir Landspítala (ELM) hafa fengið Svansvottun sem staðfestir að þjónustan uppfylli strangar umhverfis- og gæðakröfur. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, hefur afhent Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítala, staðfestinguna um Svansvottun. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
Eldhúsið og matsalirnir tíu framleiða og selja 4.500 máltíðir á dag fyrir starfsmenn, gesti og sjúklinga spítalans. Tækifærin eru því mörg til að leggja umhverfinu lið sem samræmist vel metnaðarfullri umhverfisstefnu Landspítala.
Um nokkurt skeið hefur verið unnið markvisst að því að gera starfsemina umhverfisvænni. Fjöldi starfsmanna hefur komið að þeirri vinnu auk þess sem gestir í matsölum hafa lagt sitt af mörkum með aukinni flokkun og margnota matarboxum. Birgjar hafa einnig hjálpað til með því að auka framboð af umhverfisvottuðum hreinsiefnum og pappírsþurrkum, umhverfisvænni ílátum auk þess að flytja inn lífrænt ræktaðar matvörur í magnumbúðum sem áður voru ekki til.
Þetta kemur fram á vef Landspítala.
Aðrar fréttir
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi
Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna á Íslandi
Frábær aðsókn að nýju grunnnámi í blaðamennsku við Háskóla Íslands