21/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Eftirlit með akstri ferðamanna

Í vikunni fór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að Skarfabakka ásamt starfsmönnum skatt- og tollstjóra en ætlunin var að hafa eftirlit með atvinnuréttindum, ökuréttindum og tilskildum starfsleyfum vegna ábendinga um brot í þeim geira.

Skemmst er frá því að segja að það sem sneri að lögreglu var í lagi og engin brot voru kærð.  Starfsmenn Ríkisskattsjóra voru með í för og könnuðu með svarta atvinnustarfsemi og mál tengdum skilum á vinnunótum.

Alls voru 64 bílstjórar stöðvaðir og athugað með réttindi þeirra. Almennt var gerður góður rómur með þessa aðgerð og samvinnu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og Ríkisskattstjóra. Á myndinni sem fylgir með má sjá þá lögreglumenn úr Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í verkefninu.

IMG_0977