Starfsfólk CCP veitti fulltrúum Rauða krossins á Íslandi 13,8 milljónir króna, 103.650 þúsund dalir, til mannúðar- og hjálparstarfs í Nepal. Athöfnin fór fram við skrifstofur CCP en spilarar EVE Online söfnuðu upphæðinni og fór söfnunin fram í leiknum sjálfum.
Framlag CCP er sé stærsta einstaka framlagið í söfnun Rauða kross Íslands fyrir íbúa í Nepal. Þar á eftir koma íslensk stjórnvöld sem veittu tíu milljónir króna í mannúðaraðstoð til Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans vegna jarðskjálftanna.
Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að starfsmenn hafi fylgst með eyðileggingunni og hörmungunum sem dunið hafa yfir Nepal í kjölfar jarðskjálftana, og bæði þeir og spilarar EVE Online hafi viljað reyna gera eitthvað til að hjálpa.
Einstaklingar geta lagt söfnun Rauða krossins lið lið með því að hringja í 904-1500 (framlag: 1.500 kr), 904-2500 (framlag 2.500 kr) eða 904-5500 (framlag 5.500 kr). Þá er einnig hægt að leggja fé inn á reikning Rauða krossins 0342-26-12, kt. 530269-2649.
Texti: redcross.is
Aðrar fréttir
Ráðherra kynnti bætta afkomu og aðhald í ríkisrekstri
Umsækjendur um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins
Mælti fyrir frumvarpi þar sem stutt er betur við umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna