03/10/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Búast við gasmengun vegna eldgossins á Reykjanesi

Á heimasíðu Veðurstofu Íslands kemur fram að búast megi við gasmengun vegna eldgossins á Reykjanesi, mest nærri upptökunum. Gasdreifing frá gosinu er til norðnorðausturs frá gosstöðvunum í átt að höfuðborgarsvæðinu, en mjög ólíklegt er að gasstyrkur verði hættulegur þar. Það sama á við um Suðurnesin. Gasdreifingaspá er aðgengileg á heimasíðu Veðurstofunnar og er uppfærð tvisvar á sólarhring. Vakin er athygli á að veður við gosstöðvarnar versnar talsvert í nótt með hvassviðri, slyddu eða snjókomu, en vindur verður einnig vestlægari milli kl. 4 og 6.
Á gula borðanum á síðunni er hægt að fara inn á nýjustu gasdreifingaspána.