Þann 14. maí s.l. samþykkti Alþingi breytingar á lögreglulögum sem varða almenn inntökuskilyrði í Lögregluskóla ríkisins. Einnig var samþykkt að ráðherra myndi starfshóp sem á að endurskoða skipulag og starfsemi Lögregluskóla ríkisins og gera tillögu að framtíðarskipan lögreglumenntunar. Starfshópurinn skal skila tillögum ásamt greinargerð til ráðherra ekki síðar en 1. ágúst 2014.
Með vísan til þessara lagaákvæða er ekki ljóst hvenær nýnemar verða næst teknir inn í Lögregluskóla ríkisins.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands