Blönduð byggð leigu- og séreignaríbúða mun rísa á lóð RÚV í Efstaleiti. Þá mun Reykjavíkurborg leigja stóran hluta útvarpshússins undir Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Þetta var ákveðið með þremur samþykktum borgarráðs í vikunni.
Lóðin sem samningur RÚV og Reykjavíkurborgar tekur til er alls um 5,9 ha.
Helstu ákvæði samningsins eru að 20% af byggingarrétti renni til Reykjavíkur. Mun sá hluti fara í uppbyggingu leiguhúsnæðis. RÚV mun selja afganginn á markaðsverði. Búsetuform á svæðinu verður blandað; leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir, íbúðir Félagsbústaða og Reykjavíkurhús.
Með þessum áfanga er Reykjavíkurborg að taka skref í átt að þéttingu byggðar. Ríkisútvarpið hefur lýst því yfir að það stefni að því að nýta betur lóðina við Efstaleiti og nýta fjárhagslegan ávinning til að lækka skuldir.
Mynd: Fréttatilkynning / Rúv.is
Aðrar fréttir
Frábær aðsókn að nýju grunnnámi í blaðamennsku við Háskóla Íslands
Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi 1. júlí 2024
Tómas Brynjólfsson skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika