09/09/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Breytingar á lóð RÚV í Efstaleiti

Blönduð byggð leigu- og séreignaríbúða mun rísa á lóð RÚV í Efstaleiti. Þá mun Reykjavíkurborg leigja stóran hluta útvarpshússins undir Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Þetta var ákveðið með þremur samþykktum borgarráðs í vikunni.

Lóðin sem samningur RÚV og Reykjavíkurborgar tekur til er alls um 5,9 ha.

Helstu ákvæði samningsins eru að 20% af byggingarrétti renni til Reykjavíkur. Mun sá hluti fara í uppbyggingu leiguhúsnæðis. RÚV mun selja afganginn á markaðsverði. Búsetuform á svæðinu verður blandað; leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir, íbúðir Félagsbústaða og Reykjavíkurhús.

Með þessum áfanga er Reykjavíkurborg að taka skref í átt að þéttingu byggðar. Ríkisútvarpið hefur lýst því yfir að það stefni að því að nýta betur lóðina við Efstaleiti og nýta fjárhagslegan ávinning til að lækka skuldir.

E1 thyrluskot03fix

Mynd: Fréttatilkynning / Rúv.is