30/11/2023

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Breyting á mörkum skólahverfa

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni breytingar á mörkum tveggja skólahverfa í borginni frá og með næsta skólaári 2017-2018.

Skólahverfamörkum Langholtsskóla og Vogaskóla verður breytt þannig að Álfheimar 31 – 35, Glaðheimar, Sólheimar 25, Hlunnavogur og Sigluvogur flytjast úr skólahverfi Langholtsskóla yfir í skólahverfi Vogaskóla. Breytingin mun ekki hafa áhrif á þá nemendur sem sækja nú þegar þessa tvo skóla.

Skólahverfamörk Grandaskóla og Melaskóla verða færð þannig að Meistaravellir tilheyri Grandaskóla í stað Melaskóla áður. Breytingin nær ekki til nemenda sem sækja nú þegar þessa tvo skóla.

Í báðum tilvikum eigi foreldrar sem eiga lögheimili í götum sem færast á milli skólahverfa val um í hvorn skólann börn þeirra fara og forgang í báða skólana út skólaárið 2017 – 2018.

Breytingar á skólamörkum voru gerðar að tillögu starfshóps og að undangengnu umsagnarferli hjá skólaráðum og foreldrafélagum,  svo og opnum íbúafundum þar sem þær voru kynntar.