Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum í dag laugardaginn 15. febrúar, en hún er eitt fjölmennasta skíðagöngumót sem verið hefur haldið á Höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi. Bláfjallagangan hefst klukkan 13 en þátttakendur velja hvort þeir ganga 5, 10 eða 20 kílómetra. Rúmlega 80 þátttakendur eru skráðir til leiks en mótið er liður í mótaröð Skíðasambands Íslands, Íslandsgöngunni.
Þá fer fram Bikarmót Skíðasambands Íslands á sama tíma og eru 30 þátttakendur eru skráðir til leiks og er mótið fyrir 14 ára og eldri.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands