30/11/2023

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Bláfjallagangan fer fram í dag

Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum í dag laugardaginn 15. febrúar, en hún er eitt fjölmennasta skíðagöngumót sem verið hefur haldið á Höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi. Bláfjallagangan hefst klukkan 13 en þátttakendur velja hvort þeir ganga 5, 10 eða 20 kílómetra.  Rúmlega 80 þátttakendur eru skráðir til leiks en mótið er liður í mótaröð Skíðasambands Íslands, Íslandsgöngunni.

Þá fer fram Bikarmót Skíðasambands Íslands á sama tíma og eru 30 þátttakendur eru skráðir til leiks og er mótið fyrir 14 ára og eldri.