10/09/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Björgunarsveitir selja Neyðarkallinn næstu daga

Neyðarkall björgunarsveita,rverður seldur dagana 5.-7. nóvember. Um er að ræða björgunarsveitamann í bílaflokki með dekk og öxul. Meðlimir bílaflokka sjá um að ökutæki sveitanna séu í lagi og tilbúin í útkall þegar þörf er á. Þeir sjá einnig oft um akstur tækjanna til og frá vettvangi æfinga eða útkalla. Er þetta í tíunda skipti sem Neyðarkall björgunarsveita er seldur og er hann ein af mikilvægustu fjáröflunum þeirra.