Börn á öllu Íslandi eru boðin velkomin á Barnamenningarhátíð í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí. Frítt er á alla viðburði Barnamenningarhátíðar og barnafjölskyldur um allt land hvattar til að koma og njóta viðburðanna.
Barnamenningarhátíð verður nú haldin í fjórða sinn og viðburðir verða víðsvegar um Reykjavík. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar og er byggð upp á fjölbreyttum viðburðum sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu.
Barnamenningarhátíð í Reykjavík kveikir gleði, stuðlar að samveru og skapar góðar minningar. Dagskrá og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar www.barnamenningarhatid.is
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar