27/03/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Átta sækja um embætti landgræðslustjóra

Átta umsækjendur eru um embætti landgræðslustjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 5. mars síðastliðinn. Umsóknarfrestur er liðinn og mun valnefnd meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra sem skipar í stöðuna til fimm ára að ráðningarferli loknu.

Umsækjendur eru:

  • Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Árni Bragason, forstjóri NordGen
  • Benedikt Arnórsson, bóndi
  • Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar hjá Landmælingum Íslands
  • Guðmundur Stefánsson, sviðsstjóri á landverndarsviði hjá Landgræðslu ríkisins
  • Rannveig Anna Guicharnaud, jarðvegsfræðingur hjá Resource and Climate Consultancy
  • Rodrigo Ademar Martinez Catala, Environmental Educator hjá Camping La Belvedere
  • Þórunn Pétursdóttir, landgræðsluvistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins