06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina

Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina í ár. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunnar. Það var Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, sem afhenti verðlaunin að vanda í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði.

Einnig voru Skrímslasetrið á Bíldudal og Gamla verksmiðjan á Hjalteyri tilnefnd til Eyrarrósarinnar.

Áhöfnin á Húna er samstarfsverkefni tónlistarmanna og Hollvina Húna II.  Áhöfnin á Húna vakti mikla athygli í sumar þegar Húni II sigldi hringinn í kringum landið. Haldnir voru 16 tónleikar í sjávarbyggðum landsins.