01/12/2023

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

A landslið karla í 23. sæti á FIFA listanum

A landslið karla í knattspyrnu er í sinni hæstu stöðu á styrkleikalista FIFA frá því mælingar hófust.  Á nýútgefnum lista er Ísland í 23. sæti af öllum aðildarþjóðum FIFA og ef einungis Evrópuþjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland númer 16 í röðinni og jafnframt efst Norðurlandaþjóða.  Íslenska liðið tók svo sannarlega stökk frá síðasta lista, fer upp um heil 14 sæti. Þetta er hæsta staða liðsins frá því mælingar hófust.

Argentína kemst í efsta sæti listans og fer þar með upp fyrir Þýskaland og Belgíu.  Kólumbía er í fjórða sæti og næstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016, Hollendingar, eru í 5. sæti.  Af öðrum þjóðum sem eru í 1. riðli með Íslandi og Hollandi er það að frétta að Tékkar eru í 20. sæti, Tyrkir í 48. sæti, Lettar í 87. sæti og Kasakar í sæti 142.