Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2014-2015. Alls bárust 124 umsóknir til sjóðsins og var heildarfjárhæð umsókna rúmar 259 millj. kr. Veittir voru styrkir til 37 verkefna að fjárhæð tæplega 50. millj. kr.
Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.
Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:
- Árangursríkt læsi alla skólagönguna: Að skilja og nýta upplýsingar á fjölbreyttan hátt
- Verklegir kennsluhættir á öllum námssviðum og mat á hæfni nemenda
- Afburðanemendur
Stjórn sjóðsins, sem skipuð er fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneyti, mat umsóknir og gerði tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um styrkveitingar. Ákveðið var, eins og áður sagði, að veita styrki til 37 verkefna að upphæð tæplega 50. millj. kr.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta
Höfuðborg | Reykjanes | Suður- land |
Vestur- land |
Norður- land |
Austur- land |
Samtals | Upphæð | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Leikskólar | 3 | 2 | 2 | 1 | 8 | 10.300.000 | ||
Grunnskólar | 14 | 1 | 2 | 2 | 2 | 21 | 25.344.000 | |
Framhaldsskólar | 2 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 7 | 11.930.000 |
Þvert á skólastig | 1 | 1 | 2.000.000 | |||||
Samtals | 37 | 49.574.000 |
Aðrar fréttir
Ráðherra kynnti bætta afkomu og aðhald í ríkisrekstri
Umsækjendur um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins
Mælti fyrir frumvarpi þar sem stutt er betur við umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna