Umsóknarfrestur um embætti dómara við Landsrétt rann út 28. febrúar síðastliðinn og bárust 37 umsóknir um embættin. Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla nr. 50/2016. Auglýst voru embætti 15 dómara þann 10. febrúar síðastliðinn.
Eftirtaldir sóttu um embætti:
- Aðalsteinn E. Jónasson, hæstaréttarlögmaður
- Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari
- Ásmundur Helgason, héraðsdómari
- Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður
- Baldvin Hafsteinsson, hæstaréttarlögmaður
- Björn Þorvaldsson, sviðsstjóri ákærusviðs efnahagsbrota hjá embætti héraðssaksóknara
- Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari
- Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu
- Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
- Davor Purusic, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands
- Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
- Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari
- Guðrún Sesselja Arnardóttir, hæstaréttarlögmaður
- Helgi Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður
- Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari
- Hildur Briem, dómstjóri við Héraðsdóm Austurlands
- Höskuldur Þórhallsson, fyrrverandi alþingismaður
- Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari
- Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður
- Jóhannes Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður
- Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari
- Jón Höskuldsson, héraðsdómari
- Jónas Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður
- Karl Óttar Pétursson, hæstaréttarlögmaður
- Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður
- Nanna Magnadóttir, forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
- Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
- Ólafur Ólafsson, dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands eystra
- Ómar Stefánsson, varaformaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
- Ragnheiður Bragadóttir, héraðsdómari
- Ragnheiður Harðardóttir, héraðsdómari
- Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari
- Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
- Soffía Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður
- Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður
- Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness
- Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Aðrar fréttir
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi
Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna á Íslandi
Frábær aðsókn að nýju grunnnámi í blaðamennsku við Háskóla Íslands