21/05/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

250 ára afmæli Bertels Thorvaldsen

Mennta- og menningarmálaráðuneyti efnir, í samstarfi við Listasafn Íslands, til hátíðardagskrár og málþings í tilefni afmælis myndhöggvarans Bertels Thorvaldsen þann 19. nóvember nk. Hátíðardagskrá hefur verið aðlöguð að sóttvarnaráðstöfunum og samkomutakmörkunum sem í gildi eru um þessar mundir.

Málþingið fer fram í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg og verður því streymt á Facebook-síðu safnsins. Þar munu Annette Johnsen safnstjóri Thorvaldsen-safnsins í Kaupmannahöfn, Sigurður Egill Þorvaldsson læknir og Ólafur Gíslason listfræðingur fjalla vítt og breitt um ævi og störf listamannsins. Sjá nánar á vef Listasafns Íslands.

Þá hyggst Listasafn Reykjavíkur skipuleggja sögu- og listagöngu um miðbæ Reykjavíkur þar sem verk Bertels verða í forgrunni. Sjá nánar hér.