10/09/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

13 ára mega aka léttu bifhjóli og verða skráningarskyld

Í lok febrúar samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á umferðarlögum sem snerta meðal annars skilgreiningar ökutækja og reglur um akstur bifhjóla. Lögin um ákvæði léttra bifhjóla í flokki I taka gildi þann 1. apríl næstkomandi.

Breytt er skilgreiningunni á léttu bifhjóli á þann veg að til verða tveir flokkar, annars vegar létt bifhjól í flokki I (rafmagnsvespa) sem ekki er hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst. og hins vegar létt bifhjól í flokki II sem er hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst. Heimilt er að aka léttu bifhjóli í flokki I á akbraut, gangstétt, hjólastíg eða gangstíg enda valdi það ekki hættu eða óþægindum en ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er einungis heimilt að aka á því hjólastígnum. Létt bifhjól í flokki I verða jafnframt skráningarskyld hjá Samgöngustofu frá og með 1. apríl næstkomandi. Ekki þarf að hafa sérstök ökuréttindi til að aka þeim en ökumaður þarf að vera 13 ára gamall.

Nánar má lesa á vef Innanríksráðuneytisins.