Veðurstofa Íslands vill vekja athygli á að spáð er mjög slæmu veðri um allt land á morgun, laugardaginn 12. mars.
Í kvöld og nótt nálgast mjög kröpp og djúp lægð landið sunnan úr hafi. Lægðinni fylgir suðaustanhvassviðri eða -stormur með talsverðri slyddu eða rigningu í nótt og fyrramálið, einkum suðaustanlands. Síðan snýst í suðvestanstorm eða -rok með éljagangi, jafnvel ofsaveðri norðvestan til.
Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega á morgun.
Aðrar fréttir
Félagasamtök styrkt um 80 milljónir króna
Nýtt grasæfingasvæði í Úlfarsárdal
Reykjavíkurborg býður frítt internet á völdum stöðum