22/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Viðhöfn við opnun á Hverfisgötu

Stutt dagskrá verður í miðbænum vegna opnunar á Hverfisgötunni eftir endurgerð á morgun, laugardaginn 1. mars. Borgarstjórinn, Jón Gnarr, mun opna götuna formlega og boðið verður upp á veitingar frá Austur Indíafélaginu.

Dagskrá opnunarhátíðar Hverfisgötu:

kl. 14:00  Skrúðganga frá Bíó Paradís – gengið að Frakkastíg, þaðan að Klapparstíg og endað við Bíó Paradís.

  • kl. 14:15 Hátíðarræða – sungin og leikin: Eiríkur Fjalar
  • kl. 14:25  Fjöldasöngur gesta með Lúðraveit Samma
  • kl. 14:30 Jón Gnarr : Opnunarávarp
  • kl. 14:30   Dregið úr potti Lukku-hjólsins. Dagur Eggertsson dregur úr og afhendir vegleg verðlaun
  • kl. 14:40  Óður til Hverfisgötu. Þjóðþekkt miðborgarrotta flytur frumsaminn brag
  • kl. 14:45  Lúðraveit Samma blæs til leiks
  • kl. 15:00  Fornbílaakstur gleður augu og eyru
  • kl. 15:10 Plötusnúðarnir Taj Mahal & Abdullah RAJ hræra saman indverskri Bhangra tónlist og íslenskum þjóðstefjum
  • kl. 15:30 – 19:00  Reykjavíkurmyndahátíð Bíó Paradísar: 101 Reykjavík, Rokk í Reykjavík,  Reykjavík – Rotterdam, Sódóma Reykjavík