Verslunin Zara í Smáralind hefur stórlækkað verð hjá sér en verð lækkaði nú á dögunum um 11-25%. Þetta er gert til að jafna verðbilið á milli Zöru verslana hérlendis og erlendis. Verðlækkunin er varanleg og mis mikil eftir vörum en að meðaltali lækkar verðlag í versluninni um ríflega 14%.
Þetta eru heldur betur gleðifréttir fyrir aðdáendur Zöru á Íslandi og frábært framtak hjá rekstraraðilum Zöru.
Aðrar fréttir
Stórfelld lækkun gjalds fyrir brjóstaskimanir
Opnað að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Tekjumörk hlutdeildarlána hækkuð